Fundargerð stjórnar #133

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2010, þriðjudaginn 21. september kl. 9:00 var haldinn 133. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

 

Þessi sátu fundinn: Haraldur Flosi Tryggvason, Aðalsteinn Leifsson, Björn Bjarki Þorsteinsson, Helga Jónsdóttir, Jóhann Ársælsson, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir.

 

Ennfremur sat fundinn: Helgi Þór Ingason, forstjóri, Anna Skúladóttir, framkvæmdastjóri fjármála og Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi.

 

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

 

1.      Lagðar fram til samþykktar fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 17. ágúst sl. og 27. ágúst sl.

Samþykkt.

 

2.      Lögð fram til kynningar fundargerð eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur frá 17. september sl.

 

3.      Lagður fram ráðningarsamningur Helga Þórs Ingasonar, forstjóra.

Samþykkt með 5 atkvæðum. Kjartan Magnússon situr hjá.

Einnig samþykkt samhljóða að veita forstjóra prókúruumboð. Ritara falið að tilkynna breytingar til firmaskrár.

 

4.      Lagt fram minnisblað forstjóra um verklag við hagræðingaraðgerðir, sbr. samþykkt stjórnar 27. 8. 2010, dags. 17. 9. 2010. Forstjóri kynnti efni minnisblaðsins og svaraði spurningum stjórnarmanna.  Umræður um verklagið.

 

Í ljósi minnisblaðs og greinargerðar forstjóra um verklag við hagræðingu innan OR, lýsir stjórn OR ánægju með það víðtæka samráð og samstarf sem viðhaft er og lýsir stuðningi við áherslur forstjóra. Lögð er áhersla á að við aðgerðirnar sé gætt að kjarnaþjónustu fyrirtækisins og einföldun í skipulagi þess. Stjórn leggur traust sitt á að forstjóri og aðrir stjórnendur OR, sem gleggst þekkja til rekstursins, láti sanngirni, jafnrétti og önnur málefnaleg sjónarmið ráða för. Neyðist fyrirtækið til að grípa til svo sársaukafullra aðgerða að segja upp starfsfólki er brýnt að lögum sé fylgt í hvívetna og að gripið verði til mildandi mótvægisaðgerða.

 

Einnig lagt fram minnisblað innri endurskoðanda, dags. 20. 09. 2010 um endurskoðun á ferli hagræðingaraðgerða. GIB kynnti efni minnisblaðsins.

 

5.      Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra fjármála dagsett 17.09.2010 um stöðu fjármögnunar og samskipti við lánadrottna Orkuveitu Reykjavíkur.  AS kynnti efni minnisblaðsins og svaraði spurningum stjórnarmanna. Umræður um stöðu fjármögnunar.

 1. Samningsrammi við Thorsil ehf.– framlenging gildistíma til 1. janúar 2011.  Lagt fram til staðfestingar. 

Samþykkt.

 

 

 1. Tillaga um breytingu á stjórnum dótturfélaga.

Frestað.

 1. Sala eigna

Lögð fram tillaga að verklagsreglu um sölu eigna OR, sem gert er ráð fyrir að verði hluti rekstrarhandbókar. Forstjóri kynnti tillöguna og stjórnarmenn ræddu hana.

Frestað.

 

Einnig lögð fram tillaga forstjóra um eignasölu, dags. 17. 9. 2010, sbr. samþykkt stjórnar 27.8.2010.

Frestað.

 

 1. Farice.  Afsal hlutabréfa.

Frestað.

 

 1. Starfsreglur stjórnar.  Umsögn forstjóra.

Frestað.

 

 1. Uppskipting Orkuveitu Reykjavíkur
  1. Tillaga Sóleyjar Tómasdóttur um að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fari þess á leit við Alþingi að fyrirhugaðri uppskiptingu fyrirtækisins verði frestað þar til ný eða breytt lög hafa tekið gildi.

b.      Lagt fram erindi eigendanefndar OR til iðnaðarráðherra, dags. 6. september 2010

Frestað.

 1. Samningar við Norðurál. Tillaga Sóleyjar Tómasdóttur frá 132. fundi.

Frestað.

 1. Starfslýsing fyrir framtíðar forstjóra og tillaga að ráðningarferli.

Frestað.

 1. Ályktun Skógræktarfélags Reykjavíkur, dags. 9.04.2010, sem samþykkt var á aðalfundi félagsins.

Frestað.

 1. Erindi Skíðaskálans í Hveradölum, dags. 23. júlí 2010, ásamt tillögu forstjóra að svari, dags. 21. september 2010.

Frestað.

 1. Lögfræðileg greinargerð Jóhannesar Karls Sveinssonar, hrl. um orkusölusamning Orkuveitu Reykjavíkur við Norðurál Helguvík ehf.

Frestað.

 
Fleira gerðist ekki.

 

Fundi slitið kl. 12:00.

 

Haraldur Flosi Tryggvason,
Aðalsteinn Leifsson, Björn Bjarki Þorsteinsson, Helga Jónsdóttir, Jóhann Ársælsson,

Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir.