Fundargerð stjórnar #130

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

 

Ár 2010, mánudaginn 16. ágúst kl. 14:00 var haldinn 130. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

Þessi sátu fundinn: Haraldur Flosi Tryggvason, Aðalsteinn Leifsson, Björn Bjarki Þorsteinsson, Helga Jónsdóttir, Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir

Ennfremur sátu fundinn: Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri, Anna Skúladóttir, framkvæmdastjóri Fjármála og Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi.

Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

1.      Lögð fram úttekt stjórnenda og greinargerð frá 26. júlí sl.

Formaður kynnti þau skjöl sem forstjóri skilaði skv. beiðni stjórnar á fundi þann 12. júlí 2010 og lögð hafa verið fyrir stjórn í trúnaði og sem vinnugögn. Úttektin rædd.

 

2.      Innri endurskoðandi Guðmundur I. Bergþórsson fór yfir stöðu úttektar. Staðan og vinna innri og ytri endurskoðenda, ráðgjafa og rýnihóps rædd.

 

3.      Lögð fram drög að starfsreglum stjórnar ásamt skýringum á breytingartillögum, dags. 7. ágúst 2010. Vísað til umsagnar forstjóra OR.

 

4.      Lögð fram tillaga formanns dags. 12.08.2010 um að samningur Orkuveitu Reykjavíkur og Menningarnætur um styrkveitingu vegna flugeldasýningar verði ekki endurnýjaður og að samþykkt styrkveiting frá 2. júní 2010 verði dregin til baka.

Samþykkt.

 

5.      Ályktun Skógræktarfélags Reykjavíkur, dags. 9.04.2010, sem samþykkt var á aðalfundi félagsins.

Frestað.

 

6.      Erindi Skíðaskálans í Hveradölum, dags. 23. júlí 2010, ásamt tillögu forstjóra að svari, dags. 13.08.2010.

Frestað.

 

7.      Lögfræðileg greinargerð Jóhannesar Karls Sveinssonar, hrl. um orkusölusamning Orkuveitu Reykjavíkur við Norðurál Helguvík ehf.

Frestað

 

8.      Lagt fram minnisblað fjármálastjóra um stöðu fjármögnunar og samskipti lánadrottna OR, dags. 16. 08. 2010.

Frestað.

 

9.      Lögð fram tillaga Sóleyjar Tómasdóttur um að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fari þess á leit við Alþingi að fyrirhugaðri uppskiptingu fyrirtækisins verði frestað þar til ný eða breytt lög hafa tekið gildi.

Frestað.

 

Ákveðið var að halda næsta stjórnarfund kl. 19:00 þriðjudaginn 17. ágúst 2010.

 

Fleira gerðist ekki.

 

Fundi slitið kl. 16:00.

 

Haraldur Flosi Tryggvason,
Aðalsteinn Leifsson, Björn Bjarki Þorsteinsson, Helga Jónsdóttir, Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir.