Fundargerð stjórnar #128

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

 

Ár 2010, mánudaginn 5. júlí kl. 12:40 var haldinn 128. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

Þessi sátu fundinn:  Haraldur Flosi Tryggvason, Helga Jónsdóttir, Aðalsteinn Leifsson, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir, Hrönn Ríkharðsdóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson.

Ennfremur sátu fundinn: Hjörleifur B. Kvaran forstjóri, Anna Skúladóttir framkvæmdastjóri Fjármála, Jakob S. Friðriksson framkvæmdastjóri Framleiðslu og sölu og Guðmundur I. Bergþórsson innri endurskoðandi.

Fundarritari var Eiríkur Hjálmarsson.

Þetta gerðist:

1.      Lögð fram fundargerð aðalfundar OR 2010, dags. 25.06.2010.

Umræður fóru fram um starfshætti og verklag innan stjórnarinnar, verkefni og hlutverk stjórnarformanns.

2.      Lagt fram erindi Borgarbyggðar dags. 24.06.2010 með ósk um áheyrnarfulltrúa í stjórn OR, vísað til stjórnar af aðalfundi OR.

Erindið samþykkt.

Björn Bjarki Þorsteinsson verður aðalmaður og Ragnar Frank Kristjánsson til vara.

3.      Lagt fram erindi Starfsmannafélags Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 29.06.2010 með ósk um áheyrnarfulltrúa í stjórn OR.

Bókun stjórnar:

Stjórn felur stjórnarformanni að ræða við formann Starfsmannafélags OR um tilhögun þessa m.t.t. umræðu á fundinum.

 

4.      Starfsreglur stjórnar lagðar fram og áritaðar.

Jafnframt lögð fram að nýju drög Par-X viðskiptaráðgjafar, dags. í júlí 2009, að breyttum starfsreglum.

Bókun stjórnar:

Stjórn samþykkir að fela Helgu Jónsdóttur, Aðalsteini Leifssyni og Kjartani Magnússyni að útbúa tillögu að breyttum starfsreglum stjórnar, sem taki m.a. til trúnaðarákvæða.  Skal hópurinn leggja tillögu fyrir stjórn í september.

 

Ennfremur samþykkir stjórn að boðun stjórnarfunda og dreifing fundargagna verði framvegis með rafrænum hætti.

5.      Réttarstaða fruminnherja.

Ingi Jóhannes Erlingsson, sviðsstjóri Lána- og áhættustýringar og regluvörður OR, kom á fundinn, flutti og lagði fram kynningu á stöðu stjórnarmanna sem fruminnherja.

6.      Lagt fram minnisblað forstjóra dags. 01.07.2010 um stöðu samninga við Norðurál - Helguvík.

Forstjóri kynnti efni minnisblaðsins.

7.      Rekstrarúttekt á OR.

Stjórnarformaður lagði fram verkefnaáætlun stjórnar OR næstu mánuði, drög dags. 04.07.2010.

Samhljómur um að vinna samkvæmt áætluninni.

Kl. 15:00 var fundi frestað til kl. 17:00.

8.      Lagt fram að nýju kauptilboð Osta- og smjörsölunnar sf. í hlutafé OR í HS Veitum, dags. 01.06.2010 sem frestað var á síðasta fundi.

Einnig lagt fram minnisblað forstjóra til stjórnarformanns dags. 13.01.2010 um Bitruháls 2, lóð og mannvirki Osta- og smjörsölunnar.

Afgreiðslu frestað.

9.      Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga forstjóra dags. 09.05.2010 sem frestað var á fundi stjórnar 12. maí sl.:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að auka hlutafé sitt í Eignarhaldsfélaginu Farice ehf. (e-Farice) um € 413.889 sem greiðist í þrennu lagi til ársins 2012 í samræmi við meðfylgjandi greinargerð. Hlutafjáraukningin er háð því skilyrði að allir aðrir hluthafar og lánardrottnar nái samkomulagi um fyrirliggjandi tillögu að fjárhagslegri endurskipulagningu.

Tillögunni fylgir greinargerð.

Formaður og varaformaður vöktu máls á að þau hefðu komið að málefninu í fyrri trúnaðarstörfum. Stjórn taldi þau ekki tilefni vanhæfis.

 

Afgreiðslu tillögunnar frestað.

 

10.  Fjárhagsáætlun 2011-2015.

Anna Skúladóttir framkvæmdastjóri Fjármála, lagði fram í ódags. töfluyfirlitum drög að fjárhagsáætlun OR 2011-2015, lánshæfismat Moody‘s dags. 07.05.2010, fréttatilkynningu ASÍ um raforkuverð dags. 30.06.2010, ódags. yfirlit yfir verðþróun orku frá OR miðað við launavísitölu frá janúar 1997 til júlí 2010, samanburðartöflur yfir húshitunarkostnað á nokkrum stöðum á Íslandi, svar forstjóra við fyrirspurn í borgarráði dags. 22.01.2010, yfirlit yfir gengishreyfingar lánasafns OR dags. 05.07.2010 ásamt yfirliti yfir uppsafnaðan gengishagnað frá 2002 og kynnti drög að greinargerð með fjárhagsáætlun Orkuveitu Reykjavíkur 2011-2015, dags. 03.07.2010.

Ýtarlegar umræður um fjárhagsstöðu OR og mögulegar aðgerðir til að styrkja hana. Framhaldsumræða ákveðin á næsta fundi.

11.  Guðmundur I. Bergþórsson innri endurskoðandi kynnti starf sitt fyrir stjórn, fór yfir nýlegar úttektir og úttektaráætlun 2008-2010.  Einnig lagði hann fram skýrsluna Stjórnarhættir fyrirtækja.

12.  Önnur mál engin.

Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 12. júlí kl. 9:30.

 

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 21:05

 

Haraldur Flosi Tryggvason,
Aðalsteinn Leifsson, Björn Bjarki Þorsteinsson, Helga Jónsdóttir,

Hrönn Ríkharðsdóttir, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir.