Fundargerð stjórnar #126

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

 

Ár 2010, miðvikudaginn 2. júní kl. 15:00 var haldinn 126. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

Þessi sátu fundinn: Guðlaugur G. Sverrisson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Þorleifur Gunnlaugsson, Gunnar Sigurðsson og Sveinbjörn Eyjólfsson.

Ennfremur sátu fundinn: Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri, Anna Skúladóttir, framkvæmdastjóri Fjármála, Jakob Sigurður Friðriksson, framkvæmdastjóri Framleiðslu og sölu, Páll Erland, framkvæmdastjóri Veiturekstrar og Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi.

Fundarritari var Eiríkur Hjálmarsson.

Þetta gerðist:

1.      Lögð fram tillaga um samfélagsstyrki 2010 dags. 10.05.2010.

Samþykkt.

 

Þorleifur Gunnlaugsson situr hjá og vísar til fyrri bókana um styrkjamál.

 

2.      Lagt fram að nýju minnisblað forstjóra, dags. 9.5.2010, um beiðni Karlakórsins Stefnis um afnot af dælustöð á Reykjum í Mosfellsbæ. Einnig lögð fram að nýju ódags. drög að leigusamningi við Karlakórinn Stefni um afnot af dælustöð að Reykjum Mosfellsbæ. Ennfremur álitsgerð Stefáns Pálssonar forstöðumanns Minjasafns Orkuveitunnar dags. 25.05.2010.

 

Stjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að leigusamningi með ábendingu um að í endanlegum samningi skuli leigugreiðslur vera verðtryggðar.

 

3.      Aðalfundur OR 2010.

Lagðar fram svohljóðandi tillögur til aðalfundar Orkuveitu Reykjavíkur.

a)    Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að leggja til við aðalfund að KPMG hf. endurskoðunarfyrirtæki verði endurskoðandi Orkuveitu Reykjavíkur næsta ár.

b)   Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að leggja til við aðalfund að arðgreiðslur vegna síðastliðins árs verði 800 milljónir króna.  Jafnframt verði veitt heimild til að greiða upp í arðgreiðslur ársins 2010 á vormánuðum 2011

c)    Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur leggur til við aðalfund að stjórnarlaun ársins 2009 verði kr. 125.000 á mánuði frá janúar til mars og kr. 112.500 á mánuði frá apríl til desember fyrir aðalmann og tvöfaldar þær fjárhæðir fyrir formann. Greiðslur til varamanna verði kr. 35.000 á fund frá janúar til marsloka 2009 og kr. 31.500 á fund frá 1. apríl 2009 til ársloka.

Jafnframt verði heimilt að greiða upp í laun ársins 2010 kr. 112.500 á mánuði fyrir aðalmann og tvöfalt fyrir formann. Greiðslur til varamanna verði kr. 31.500 á fund.

Afgreiðslu tillagnanna frestað.

Jórunn Frímannsdóttir tók sæti á fundinum kl. 15:25.

4.      Gjaldskrármál.

Lagt fram svar við fyrirspurn Sigrúnar Elsu Smáradóttur dags. 31.05.2010.

 

Stjórnarformaður lagði fram svohljóðandi bókun:

Það hefur verið meginviðfangsefni núverandi stjórnar að fást við erfiðleika í rekstri fyrirtækisins í kjölfar hruns íslensks efnahagslífs á árinu 2008.  Þegar hrunið átti sér stað hafði fyrirtækið tekið ákvarðanir um nýjar virkjanir og gert skuldbindandi samninga um sölu á orku og kaup á búnaði og þjónustu.  Undanfarin ár hefur verið leitað leiða til að hagræða í rekstri og skera niður og fresta fjárfestingum.  Mikill árangur hefur náðst af þessum aðgerðum sem hefur þegar skilað sér og mun skila enn frekari árangri til lengri tíma.  Á sama tíma hafa gjaldskrár ekki verið hækkaðar. 

Í desembermánuði sl. samþykkti stjórnin samhljóða stefnu stjórnar þar sem gert er ráð fyrir að veiturnar skili ákveðinni heildararðsemi eigna.  Verulega skortir á að þessum markmiðum sé náð og þarf gjaldskrá miðlanna að hækka til þess að svo verði.  Þá hefur komið fram að lág arðsemi og óbreytt gjaldskrá stendur fyrirtækinu fyrir þrifum þegar leitað hefur verið eftir nýju lánsfé bæði innanlands og utan.

Stjórnarformaður telur brýnt að ný stjórn fyrirtækisins sem tekur við síðar í þessum mánuði vinni nýja þriggja ára áætlun sem geri ráð fyrir hækkun gjaldskrár til að samþykktum markmiðum stjórnar verði náð á því tímabili.  Slík samþykkt er ein af forsendum þess að fyrirtækið geti sótt sér lánsfé til yfirstandandi verkefna og samið um endurfjármögnun eldri lána.

 

5.      Lagður fram viðauki við viljayfirlýsingu milli Orkuveitu Reykjavíkur og Thorsil ehf., undirrituð með fyrirvara um samþykki stjórnar 17.05.2010.

Jafnframt lögð fram íslensk þýðing viðaukans.

Samþykkt.

 

Sigrún Elsa Smáradóttir og Þorleifur Gunnlaugsson sitja hjá.

 

6.      Lagt fram kauptilboð Osta- og smjörsölunnar sf. í hlutafé OR í HS Veitum, dags. 1. júní 2010.

 

Þorleifur Gunnlaugsson leggur fram svohljóðandi tillögu um málsmeðferð:

 

Stjórn OR vísar kauptilboði Osta- og smjörsölunnar sf. til næstu stjórnar OR.

 

Tillögunni fylgir greinargerð.

Afgreiðslu tillögunnar frestað sem og því að taka afstöðu til tilboðsins.

 

7.      Lagt fram minnisblað Páls Erland, framkvæmdastjóra veitna dags. 21.05.2010 um mælaútboð.

 

8.      Lagt fram erindi Reykjavíkurborgar, dags. 16. mars 2010, varðandi raflínulagnir í Heiðmörk ásamt tillögu forstjóra að umsögn OR.

Frestað.

 

 

9.      Önnur mál.

·      Lögð fram fundargerð stjórnar Gagnaveitu Reykjavíkur dags. 28.04.2010.

·      Lögð fram ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 14/2010.

·      Lagt fram erindi Framtíðarorku ehf. til Reykjavíkurborgar varðandi stuðning við ráðstefnuhald.

Frestað.

 

·      Sigrún Elsa Smáradóttir lagði fram fyrirspurn varðandi virði skuldabréfs OR í bókum Magma Energy.

·      Lögð fram drög að starfsreglum stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur unnin af Parx.

·      Gunnar Sigurðsson lagði fram svohljóðandi fyrirspurn varðandi Hverahlíðarvirkjun og orkusölu þaðan.

1.      Hvenær getur OR aflétt öllum skilyrðum vegna Hverahlíðarvirkjunar? (Skipulag væntanlega ekki klárt fyrr en á árinu 2011)

 

2.      Hver er staða samnings við Norðurál Helguvík vegna Hverahlíðarvirkjunar? (samkvæmt gildandi samningi eiga aðilar að staðfesta skilyrði fyrir 30. júní 2010)  Getur OR staðið við samninginn fyrir sitt leyti?

 

3.      Er þessi Þórsil samningur í samræmi við aðra samninga sem OR hefur gert?

 

4.      Hver að staðan gagnvart Jarðborunum, hvað hefur verið samið við þá um og hvernig ætlar OR að snúa sér í því?  Hvað segja Jarðboranir um stöðu mála?

 

Næsti fundur ákveðinn föstudaginn 4. júní kl. 12:00.

 

Fleira gerðist ekki.

 

Fundi slitið kl. 16:00.

 

Guðlaugur G. Sverrisson,
Gunnar Sigurðsson, Jórunn Frímannsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson,

Sigrún Elsa Smáradóttir, Sveinbjörn Eyjólfsson, Þorleifur Gunnlaugsson.