Fundargerð stjórnar #124

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2010, föstudaginn 26. mars kl. 14:25 var haldinn 124. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

Þessi sátu fundinn: Guðlaugur G. Sverrisson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Kjartan Magnússon, Þorleifur Gunnlaugsson, Kolfinna Jóhannesdóttir og Sveinbjörn Eyjólfsson.

Ennfremur sátu fundinn: Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri og Jakob Sigurður Friðriksson, framkvæmdastjóri Framleiðslu og sölu.

Fundarritari var Eiríkur Hjálmarsson.

Þetta gerðist:

1.      Lagt fram að nýju minnisblað Rúnars Sv. Svavarssonar, ábyrgðarmanns rafmagns, dags. 12.03.2010 um rafsegulsvið og rafdreifingu.

Jakob Sigurður Friðriksson, framkvæmdastjóri Framleiðslu og sölu, kynnti efni minnisblaðsins og svaraði fyrirspurnum stjórnarmanna.

2.      Lögð fram Umhverfisskýrsla Orkuveitu Reykjavíkur 2009.

Erla Sigríður Gestsdóttir, sérfræðingur hjá Gæða-, umhverfis-, og öryggismálum kom á fundinn og flutti kynningu um efni skýrslunnar.

Frekari umræðu og áritun frestað.

3.      Lagt fram óundirritað Memorandum of Understanding milli Orkuveitu Reykjavíkur og Mitsubishi Heavy Industries ásamt íslenskri þýðingu viljayfirlýsingarinnar.

Viljayfirlýsingin samþykkt og formanni veitt umboð til undirritunar hennar.

4.      Önnur mál.

·         Lagt fram upplýsingablað Hannesar F. Sigurðssonar, sviðsstjóra Fasteigna, dags. 25.03.2010, um vatnasvæði í eigu OR þar sem veiðiréttindi fylgja.

Kjartan Magnússon vék af fundi kl. 15:50.

Þorleifur Gunnlaugsson lagði fram svohljóðandi tillögu:

Fulltrúi VG í stjórn OR leggur til að heimilt verði að hefja veiðar fyrir landi Orkuveitunnar á vesturbakka Úlfljótsvatns, að Nesjavöllum og Ölfusvatni, 1. apríl.

Vísað til forstjóra.

Þorleifur Gunnlaugsson lagði fram svohljóðandi tillögu:

Fulltrúi VG í stjórn OR leggur til að almenningi verði gert kleyft að veiða fyrir landi Orkuveitunnar að Nesjavöllum og Ölfusvatni.

Vísað til forstjóra.

·         Lagt fram ódags. töfluyfirlit yfir afkomu miðla 2009.

·         Ákveðið að innri endurskoðandi sitji stjórnarfundi OR framvegis.

·         Þorleifur Gunnlaugsson og Sigrún Elsa Smáradóttir lögðu fram svohljóðandi spurningar:

1.    Óskað er eftir yfirliti yfir eignir OR sem ekki snerta grunnstarfsemi OR.

2.    Hver er nýtingin hvað varðar fermetra á starfsmann í skrifstofuhúsnæði OR í höfuðstöðvum fyrirtækisins?

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 16:10.

Guðlaugur G. Sverrisson,
 Kjartan Magnússon, Kolfinna Jóhannesdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir,

Sveinbjörn Eyjólfsson, Þorleifur Gunnlaugsson.