Fundargerð stjórnar #123

STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2010, föstudaginn 19. mars kl. 9:10 var haldinn 123. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn að Bæjarhálsi 1.

Þessi sátu fundinn:  Guðlaugur G. Sverrisson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gunnar Sigurðsson, Kjartan Magnússon, Þorleifur Gunnlaugsson og Sveinbjörn Eyjólfsson.

Ennfremur sátu fundinn: Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri, Anna Skúladóttir, framkvæmdastjóri Fjármála, Páll Erland, framkvæmdastjóri Veitureksturs, og Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi.

Fundarritari var Eiríkur Hjálmarsson.

Þetta gerðist:

1.      Lagður fram ársreikningur samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur 2009 ásamt Endurskoðunarskýrslu, dags. í mars 2010.

Einnig lagt fram ársyfirlit Askar Capital, 31.12.2009, yfir þróun erlendra lána og gengishreyfingar árið 2009, dags. í mars 2010.

Hlynur Sigurðsson og Auðunn Guðjónsson, lögg. endurskoðendur frá KPMG, komu á fundinn ásamt Rannveigu Tönju Kristinsdóttur, sviðsstjóra Reikningshalds.

Endurskoðendurnir gerðu grein fyrir reikningnum, endurskoðunarskýrslu sinni og svöruðu fyrirspurnum.

Stjórn samþykkti reikninginn fyrir sitt leyti, áritaði hann og vísaði honum til aðalfundar.

2.      Lagt fram minnisblað forstjóra dags. 10.03.2010 um verksamning Orkuveitu Reykjavíkur og Jarðborana hf. um borun á Hengilssvæðinu.

3.      Lögð fram skýrslan Endurskoðanir og úttektir hjá Orkuveitu Reykjavíkur, dags. í febrúar 2010.

Umræðu frestað.

4.      Lagt fram minnisblað Rúnars Sv. Svavarssonar, ábyrgðarmanns rafmagns, dags. 12.03.2010 um rafsegulsvið og rafdreifingu.

Umræðu frestað.

5.      Lagt fram erindi forstjóra dags. 17.03.2010 um nýtt viðmið skuldastýringar OR.

Yngvi Harðarson frá Askar Capital hf. kom á fundinn og gerði grein fyrir minnisblaðinu sínu, dags. 16.03.2010, um nýtt viðmið skuldastýringar.

Einnig lagt fram töfluyfirlit yfir samsetningu lána OR pr. 16.03.2010 ásamt minnisblaði innri endurskoðanda um skuldastýringu OR, dags. 16.03.2010.

Tillaga forstjóra um ný viðmið samþykkt.

Sigrún Elsa Smáradóttir og Þorleifur Gunnlaugsson sitja hjá.

6.      Lögð fram til kynningar drög að áhættustefnu Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 16.03.2010, og greinargerð Inga Jóhannesar Erlingssonar, sviðsstjóra Fjár- og áhættustýringar.

7.      Lagt fram kauptilboð frá Osta- og smjörsölunni sf. í hlutabréf OR í HS Veitum, dags. 11.03.2010.

Afgreiðslu frestað.

8.      Lagt fram minnisblað stjórnarformanns dags. 15.03.2010 um samskipti og hugsanlegt samstarf Mitsubishi Heavy Industries og Orkuveitu Reykjavíkur.

Samþykkt að veita stjórnarformanni og forstjóra umboð til að vinna áfram að málinu á grundvelli minnisblaðsins.

9.      Forstjóri greindi frá gangi viðræðna um orkusölu til fyrirhugaðrar kísil- og sólarkísilverksmiðju í Ölfusi og fyrirhuguðum fundum í Kanada.

Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi kl. 12:00.

10.  Lagt fram erindi Gekon ehf. dags. 15.03.2010 með boði um þátttöku í Íslenska jarðhitaklasanum.

Þátttaka samþykkt ásamt framlagi að fjárhæð 1,5 milljón króna.

Þorleifur Gunnlaugsson situr hjá.

11.  Önnur mál.

·         Þorleifur Gunnlaugsson lagði fram svohljóðandi tillögu, dags. í dag:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur felur fulltrúa fyrirtækisins í stjórn Veiðifélags Elliðavatns að beita sér fyrir því að veiðitíma í vatninu verði breytt þannig að hann hefjist 1. apríl í stað 1. maí nú í ár og framvegis.

Tillögunni fylgir greinargerð.

Samþykkt.

Kjartan Magnússon vék af fundi kl. 12:15.

·         Þorleifur Gunnlaugsson lagði fram svohljóðandi tillögu dags. í dag:

Stjórn OR telur að tímabært sé að huga að stofnun sameiginlegs veiðifélags um vatnahverfi Elliðaánna. Félagið verði deildaskipt, þannig að Elliðaárnar sjálfar yrðu áfram undir beinni stjórn Reykjavíkurborgar/Orkuveitunnar og er forstjóra OR  falið að  kanna vilja hlutaðeigandi til þessa.

Tillögunni fylgir greinargerð.

Samþykkt.

·         Þorleifur Gunnlaugsson óskaði eftir upplýsingum um vatnasvæði í eigu OR þar sem veiðiréttindi fylgja.

Næsti fundur ákveðinn 26. mars kl. 14:00.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:20.

Guðlaugur G. Sverrisson,
 Gunnar Sigurðsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Sigrún Elsa Smáradóttir, Sveinbjörn Eyjólfsson, Þorleifur Gunnlaugsson.