Aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur 2018

AÐALFUNDUR ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

                       

Ár 2018, fimmtudaginn 28. júní var haldinn aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur vegna ársins 2017.

 

Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 í Reykjavík og hófst kl. 14:00.

 

Þessi sátu fundinn: Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri fyrir Reykjavíkurborg, Sævar Freyr Þráinsson fyrir Akraneskaupstað og Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri fyrir Borgarbyggð.

 

Einnig sátu fundinn stjórnarmennirnir Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon og Rakel Óskarsdóttir. Einnig Ingvar Stefánsson, staðgengill forstjóra OR, Bryndís María Leifsdóttir forstöðumaður reikningshalds OR og Kristrún Helga Ingólfsdóttir lögg. endurskoðandi frá KPMG. Sveitarstjórnarfólkið Örn Þórðarson, Hildur Björnsdóttir, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir og Katrín Atladóttir auk Péturs K. Ólafssonar, aðstoðarmanns borgarstjóra, sátu einnig fundinn. Tilvonandi stjórnar- og varastjórnarmenn Guðjón Viðar Guðjónsson og Geir Guðjónsson sátu einnig fundinn.

 

 

 

Þetta gerðist:

 

Formaður stjórnar setti fund. Ákveðið að fundarstjóri yrði Íris Lind Sæmundsdóttir og Eiríkur Hjálmarsson fundarritari. Fundarstjóri lýsti fundinn lögmætan.

 

  1. Formaður stjórnar, Brynhildur Davíðsdóttir, flutti skýrslu stjórnar og benti einnig á rafræna Ársskýrslu Orkuveitu Reykjavíkur 2017, sem er samþætt skýrsla er nær til umhverfisþátta, samfélagsmála, stjórnhátta og fjárhags Orkuveitu Reykjavíkur.

 

  1. Umhverfisskýrsla Orkuveitu Reykjavíkur 2017 kynnt, sbr. að ofan.

 

Borgarstjóri þakkaði fyrir starf OR á liðnu ári og boðaði bókun undir liðnum önnur mál.

 

  1. Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2017 lagður fram til staðfestingar. Reikningurinn var samþykktur, undirritaður af stjórn og forstjóra og áritaður af endurskoðendum á fundi stjórnar 8. mars 2018.

 

Reikningurinn staðfestur.

 

Sævar Freyr Þráinsson óskaði bókaðar þakkir til starfsfólks og stjórnarmanna Orkuveitu Reykjavíkur fyrir góð störf í þágu fyrirtækisins. Gunnlaugur A. Júlíusson tók undir með Sævari.

 

  1. Lögð fram svohljóðandi tillaga um arðgreiðslur:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkir að gera tillögu til aðalfundar um arðgreiðslu að fjárhæð 1.250 milljónir króna. Tillagan felur í sér að fjárhagsleg skilyrði eru uppfyllt fyrir og eftir arðgreiðslu undir álagsprófi.

Samþykkt.

 

  1. Lögð fram svohljóðandi tillaga stjórnar, að fenginni tillögu starfskjaranefndar, um þóknun stjórnarmanna:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur leggur til við aðalfund að stjórnarlaun ársins 2017 verði kr. 169.297 á mánuði fyrir aðalmann og tvöföld sú fjárhæð fyrir formann. Greiðslur til varamanna verði kr. 47.402 á fund.

Jafnframt verði heimilt að greiða upp í laun ársins 2018 kr. 169.297 á mánuði fyrir aðalmann og tvöföld sú fjárhæð fyrir formann. Greiðslur til varamanna verði kr. 47.402 á fund.

Samþykkt.

Tillaga um þóknun starfskjaranefndar dregin til baka.

  1. Kjöri stjórnar lýst.

 

Fulltrúar Reykjavíkurborgar.

Aðalmenn:

Brynhildur Davíðsdóttir, sem er formaður, Gylfi Magnússon, sem er varaformaður, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Hildur Björnsdóttir og Kjartan Magnússon.

Varamenn:

Auður Hermanndóttir, Margrét S. Björnsdóttir, Páll Gestsson, Katrín Atladóttir og Björn Gíslason.

 

Fulltrúar Akraneskaupstaðar.

Aðalmaður:

Guðjón Viðar Guðjónsson.

Varamaður:

Geir Guðjónsson.

 

Áheyrnarfulltrúa Borgarbyggðar.

Aðalmaður:

Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir.

Varamaður:

Lilja Björg Ágústsdóttir.

 

  1. Lögð fram svohljóðandi tillaga stjórnar um endurskoðanda Orkuveitu Reykjavíkur:

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að leggja til við aðalfund að Grant Thornton endurskoðunarfyrirtæki verði kosið endurskoðunarfélag Orkuveitu Reykjavíkur árið 2018.

 

Samþykkt.

 

  1. Önnur mál.

 

  • Eigendur óska bókað:

 

Ársreikningur samstæðu OR staðfestir að mikill árangur hefur náðst í rekstri og er fjárhagurinn traustur og heilbrigður. Það er ljóst að OR hefur að fullu tekist að leysa þann fjárhagsvanda sem fyrirtækið glímdi við í kjölfar hrunsins og árangurinn hefur þegar skilað viðskiptavinum lækkun á gjaldskrám og eigendum arði af eignum sínum. Ársreikningur samstæðunnar staðfestir að unnt er að halda áfram á þeirri braut.  Aðalfundur lýsir ánægju með góðan árangur í rekstri og þakkar starfsfólki, stjórnendum og stjórn fyrirtækisins fyrir árangurinn. 

 

Eigendur lýsa ánægju sinni með tillögu að fjárhagslegum skilyrðum fyrir gjaldskrárlækkanir og arðgreiðslur. Mikilvægt er einnig að móta framtíðarsýn fyrir efnahag og fjárhagsskipan samstæðunnar svo sem fyrir eiginfjárhlutfall og greiðsluflæði.

 

OR er umhverfisfyrirtæki sem umgengst auðlindir og nýtingu þeirra með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi.  Mikilvægt er að fyrirtækið haldi áfram að tryggja aðgengi að hreinu vatni, sjálfbæra og sporlausa vinnslu háhitans og að OR beiti sér fyrir heilnæmara umhverfi á starfssvæðinu svo sem með fjárfestingum í fráveitu, notkun umframvatns fyrir ylstrendur og átaki til að stuðla að orkuskiptum í samgöngum með snjöllum og afgerandi aðgerðum. Eigendur fela stjórn að móta framtíðarsýn sem styður þessi atriði.

 

Gunnlaugur tók undir með bókun borgarstjóra og benti á að gjaldskrárlækkanir hafi ekki náð til viðskiptavina í Borgarbyggð. Sveitarfélagið muni halda þeirri staðreynd til haga.

 

Kjartan Magnússon tók til máls og rakti sína sýn á ástæður þess að OR rataði í fjárhagsvanda og sagðist ekki allskostar sammála bókun eigenda.

 

 

 

Fleira gerðist ekki og fundi slitið kl. 14:30.

 

 

 

 

 

Sævar Freyr Þráinsson                                                             Gunnlaugur A. Júlíusson

 

Dagur B. Eggertsson