Aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur 2017

AÐALFUNDUR ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

                       

Ár 2017, mánudaginn 3. apríl var haldinn aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur vegna ársins 2016.

 

Fundurinn var haldinn á efri hæð Iðnós við Vonarstræti í Reykjavík og hófst kl. 12:30.

 

Þessi sátu fundinn: Stefán Eiríksson, borgarritari fyrir Reykjavíkurborg, Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri fyrir Akraneskaupstað og Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri fyrir Borgarbyggð.

 

Einnig sátu fundinn stjórnarmennirnir Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon, Áslaug M. Friðriksdóttir, Valdís Eyjólfsdóttir og Sigríður Rut Júlíusdóttir. Einnig Bjarni Bjarnason forstjóri, Bryndís María Leifsdóttir forstöðumaður reikningshalds OR, Kristrún Helga Ingólfsdóttir lögg. endurskoðandi frá KPMG.

 

 

Þetta gerðist:

 

Ákveðið að fundarstjóri yrði Elín Smáradóttir og Eiríkur Hjálmarsson fundarritari. Fundarstjóri lýsti fundinn lögmætan.

 

  1. Formaður stjórnar, Brynhildur Davíðsdóttir, flutti skýrslu stjórnar og lagði fram Ársskýrslu Orkuveitu Reykjavíkur 2016.

 

  1. Umhverfisskýrsla Orkuveitu Reykjavíkur 2016 lögð fram.

 

  1. Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2016 lagður fram til staðfestingar. Reikningurinn var samþykktur, undirritaður af stjórn og forstjóra og áritaður af endurskoðendum á fundi stjórnar 7. mars 2016.

 

Reikningurinn staðfestur.

 

  1. Lögð fram svohljóðandi tillaga um arðgreiðslur:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkir að gera tillögu til aðalfundar um arðgreiðslu að fjárhæð 750 milljónir króna. Tillagan er háð því að öll arðgreiðsluskilyrði séu uppfyllt fyrir og eftir arðgreiðslu.

Samþykkt.

 

  1. Lögð fram svohljóðandi tillaga stjórnar, að fenginni tillögu starfskjaranefndar, um þóknun stjórnarmanna:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur leggur til við aðalfund að stjórnarlaun ársins 2016 verði kr. 159.865 á mánuði fyrir aðalmann og tvöföld sú fjárhæð fyrir formann. Greiðslur til varamanna verði kr. 44.762 á fund.

Jafnframt verði heimilt að greiða upp í laun ársins 2017 kr. 159.865 á mánuði fyrir aðalmann og tvöföld sú fjárhæð fyrir formann. Greiðslur til varamanna verði kr. 44.762 á fund.

Samþykkt.

 

  1. Kjöri stjórnar lýst.

Stefán Eiríksson óskaði bókað:

Á fundi borgarstjórnar þann 19. apríl 2016 var samþykkt að Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir tækju sæti í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og að Auður Hermannsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Páll Gestsson, Marta Guðjónsdóttir og Halldór Halldórsson tækju sæti sem varamenn í stjórninni. Einnig var samþykkt að Brynhildur Davíðsdóttir yrði formaður stjórnarinnar og Gylfi Magnússon varaformaður.

 

Borgarstjórn mun kjósa að nýju í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur á fundi sínum 4. apríl nk. Samkvæmt tillögu sem liggur fyrir fundinum er gert ráð fyrir að sömu aðilar og eru nefndir hér að framan muni áfram sitja í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.

 

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

 

Fulltrúar Akraneskaupstaðar.

Aðalmaður:

Valdís Eyjólfsdóttir.

Varamaður:

Einar Brandsson.

 

Áheyrnarfulltrúa Borgarbyggðar.

Aðalmaður:

Björn Bjarki Þorsteinsson.

Varamaður:

Ragnar Frank Kristjánsson.

 

  1. Lögð fram svohljóðandi tillaga stjórnar, um endurskoðanda Orkuveitu Reykjavíkur:

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að leggja til við aðalfund að KPMG hf. endurskoðunarfyrirtæki verði kosið endurskoðunarfélag Orkuveitu Reykjavíkur árið 2017 en jafnframt að efnt verði til útboðs á endurskoðunarþjónustu vegna ársins 2018.

Samþykkt.

 

  1. Önnur mál.

 

 

 

Fleira gerðist ekki og fundi slitið kl. 13:00.

 

 

 

Sævar Freyr Þráinsson                                                             Gunnlaugur A. Júlíusson

 

Stefán Eiríksson