Aðalfundur OR 2019

AÐALFUNDUR ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

                       

Ár 2019, fimmtudaginn 4. apríl var haldinn aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur vegna ársins 2018.

 

Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13:30.

 

Þessi sátu fundinn: Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri fyrir Reykjavíkurborg, Sævar Freyr Þráinsson fyrir Akraneskaupstað og Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri fyrir Borgarbyggð.

 

Einnig sátu fundinn stjórnar- og varastjórnarmennirnir Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon og Katrín Atladóttir, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Hildur Björnsdóttir, Guðjón Viðar Guðjónsson, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir. Einnig Bjarni Bjarnson forstjóri OR, Bjarni Freyr Bjarnason staðgengill framkvæmdastjóra fjármálastjóra OR, Bryndís María Leifsdóttir forstöðumaður reikningshalds OR, og Davíð Arnar Einarsson og Sturla Jónsson lögg. endurskoðendur frá Grant-Thornton auk Stefáns Eiríkssonar, borgarritara, Péturs K. Ólafssonar, aðstoðarmanns borgarstjóra og Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa.

 

 

 

Þetta gerðist:

 

Formaður stjórnar setti fund. Ákveðið að fundarstjóri yrði Elín Smáradóttir og Eiríkur Hjálmarsson fundarritari. Fundarstjóri lýsti fundinn lögmætan.

 

  1. Formaður stjórnar, Brynhildur Davíðsdóttir, flutti skýrslu stjórnar og benti einnig á rafræna Ársskýrslu Orkuveitu Reykjavíkur 2018, sem er samþætt skýrsla er nær til umhverfisþátta, samfélagsmála, stjórnhátta og fjárhags Orkuveitu Reykjavíkur.

 

  1. Umhverfisskýrsla Orkuveitu Reykjavíkur 2018 kynnt, sbr. að ofan.

 

  1. Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2018 lagður fram til staðfestingar. Reikningurinn var samþykktur, undirritaður af stjórn og forstjóra og áritaður af endurskoðendum á fundi stjórnar 14. mars 2019.

 

Umræður.

 

Reikningurinn staðfestur.

 

 

  1. Lögð fram svohljóðandi tillaga um arðgreiðslur:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkir að gera tillögu til aðalfundar um arðgreiðslu að fjárhæð 1.500 milljónir króna. Tillagan felur í sér að fjárhagsleg skilyrði eru uppfyllt fyrir og eftir arðgreiðslu samkvæmt fjárhagsspá yfir tímabilið 2019-2024.

Umræður.

Samþykkt.

 

  1. Lögð fram svohljóðandi tillaga stjórnar, að fenginni tillögu starfskjaranefndar, um þóknun stjórnarmanna:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur leggur til við aðalfund að stjórnarlaun ársins 2018 verði kr. 175.560 á mánuði fyrir aðalmann og tvöföld sú fjárhæð fyrir formann. Greiðslur til varamanna verði kr. 49.155 á fund.

Jafnframt verði heimilt að greiða upp í laun ársins 2019 kr. 175.560 á mánuði fyrir aðalmann og tvöföld sú fjárhæð fyrir formann. Greiðslur til varamanna verði kr. 49.155 á fund.

Samþykkt.

  1. Kjöri stjórnar lýst.

 

Fulltrúar Reykjavíkurborgar.

Aðalmenn:

Brynhildur Davíðsdóttir, sem er formaður, Gylfi Magnússon, sem er varaformaður, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Hildur Björnsdóttir og Kjartan Magnússon.

Varamenn:

Auður Hermanndóttir, Margrét S. Björnsdóttir, Páll Gestsson, Katrín Atladóttir og Björn Gíslason.

 

Fulltrúar Akraneskaupstaðar.

Aðalmaður:

Valgarður Lyngdal Jónsson.

Varamaður:

Guðjón Viðar Guðjónsson.

 

Áheyrnarfulltrúa Borgarbyggðar.

Aðalmaður:

Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir.

Varamaður:

Lilja Björg Ágústsdóttir.

 

  1. Lögð fram svohljóðandi tillaga stjórnar um endurskoðanda Orkuveitu Reykjavíkur:

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að leggja til við aðalfund að Grant Thornton endurskoðunarfyrirtæki verði kosið endurskoðunarfélag Orkuveitu Reykjavíkur árið 2019.

 

Samþykkt.

 

  1. Önnur mál.

 

Borgarstjóri þakkar stjórn fyrir faglegt starf og stjórnendum fyrir traustan rekstur á árinu. Þakkar sérstaklega starfsfólki OR og Veitna sem hafa komið að undirbúningi orkuskiptaverkefnis, sem undirritað verður samkomulag um síðar í dag.

Sævar Þráinsson þakkaði stjórnendum fyrir starfið á liðnu starfsári og sérstaklega þegar fyrirtækið gekk í gegnum erfiða tíma haustið 2018. Þá kom hjarta fyrirtækisins í ljós.

Gunnlaugur tók undir þakkir annarra eigenda og sérstaklega faglegar kynningar á málefnum fyrirtækisins á fundum með eigendum og sveitarstjórnum.

Bjarni Bjarnason þakkaði hlý orð og samstarf við eigendur og stjórn.

 

 

Fleira gerðist ekki og fundi slitið kl. 14:00.

 

 

 

 

Sævar Freyr Þráinsson                                                             Gunnlaugur A. Júlíusson

 

Dagur B. Eggertsson                                     

Fundargerð: