Aðalfundur OR 2016

AÐALFUNDUR ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

                       

Ár 2016, mánudaginn 18. apríl var haldinn aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur vegna ársins 2015.

 

Fundurinn var haldinn á efri hæð Iðnós við Vonarstræti í Reykjavík og hófst kl. 13:10.

 

Þessi sátu fundinn: Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fyrir Reykjavíkurborg, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri fyrir Akraneskaupstað og Björn Bjarki Þorsteinsson fyrir Borgarbyggð, skv. umboði.

 

Einnig sátu fundinn stjórnarmennirnir Haraldur Flosi Tryggvason, Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon, Áslaug M. Friðriksdóttir, Valdís Eyjólfsdóttir og Sigríður Rut Júlíusdóttir. Einnig Bjarni Bjarnason forstjóri, Bryndís María Leifsdóttir forstöðumaður reikningshalds OR, Kristrún Helga Ingólfsdóttir lögg. endurskoðandi frá KPMG, Magnús Már Guðmundsson borgarfulltrúi og Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar og bæjarfulltrúi á Akranesi.

 

 

Þetta gerðist:

 

Ákveðið að fundarstjóri yrði Jóhannes Karl Sveinsson hrl. og Eiríkur Hjálmarsson fundarritari. Fundarstjóri lýsti fundinn lögmætan.

 

  1. Formaður stjórnar, Haraldur Flosi Tryggvason, flutti skýrslu stjórnar og lagði fram Ársskýrslu Orkuveitu Reykjavíkur 2015.

 

  1. Umhverfisskýrsla Orkuveitu Reykjavíkur 2015 lögð fram.

 

  1. Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2015 lagður fram til staðfestingar. Reikningurinn var samþykktur, undirritaður af stjórn og forstjóra og áritaður af endurskoðendum á fundi stjórnar 21. mars 2016.

 

Reikningurinn staðfestur.

 

  1. Lögð fram svohljóðandi tillaga um arðgreiðslur:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur leggur til við aðalfund að ekki verði greiddur arður fyrir árið 2015. Tillagan er í samræmi við samþykkta aðgerðaáætlun Orkuveitu Reykjavíkur og eigenda, dags. 29. mars 2011.

Samþykkt.

 

  1. Lögð fram svohljóðandi tillaga stjórnar, að fenginni tillögu starfskjaranefndar, um þóknun stjórnarmanna:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, að fenginni tillögu starfskjaranefndar stjórnar, leggur til við aðalfund að stjórnarlaun ársins 2015 verði kr. 150.816 á mánuði fyrir aðalmann og tvöföld sú fjárhæð fyrir formann. Greiðslur til varamanna verði kr. 42.228 á fund.

Jafnframt verði heimilt að greiða upp í laun ársins 2016 kr.150.816 á mánuði fyrir aðalmann og tvöföld sú fjárhæð fyrir formann. Greiðslur til varamanna verði kr. 42.228 á fund.

Tillögunni fylgir greinargerð.

Bæjarstjórinn á Akranesi spurði hvort miðað væri við þingfararkaup eða þvíumlíkt í tillögu stjórnar. Svo er ekki.

Tillagan samþykkt.

 

  1. Kjöri stjórnar lýst.

Borgarstjórn Reykjavíkur kaus þessa fulltrúa, skv. fundargerð borgarráðs 14. apríl 2016:

Aðalmenn:

Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir.

Varamenn:

Auður Hermannsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Páll Gestsson, Marta Guðjónsdóttir og Halldór Halldórsson.

Formaður var kjörin Brynhildur Davíðsdóttir.

Varaformaður var kosinn Gylfi Magnússon.

 

Fulltrúar Akraneskaupstaðar.

Aðalmaður:

Valdís Eyjólfsdóttir.

Varamaður:

Einar Brandsson.

 

Áheyrnarfulltrúa Borgarbyggðar.

Aðalmaður:

Björn Bjarki Þorsteinsson.

Varamaður:

Ragnar Frank Kristjánsson.

 

Borgarstjóri óskar bókaðar þakkir til stjórnarformanns fyrir farsælt starf í þágu fyrirtækisins síðustu sex ár og tóku bæjarstjóri Akraneskaupstaðar og forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar undir þakkirnar.

 

  1. Lögð fram svohljóðandi tillaga stjórnar, um endurskoðanda Orkuveitu Reykjavíkur:

 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur leggur til við aðalfund að KPMG hf. endurskoðunarfyrirtæki verði kosið endurskoðunarfélag Orkuveitu Reykjavíkur árið 2016.

 

Samþykkt.

 

  1. Endurskoðuð áhættustefna Orkuveitu Reykjavíkur ásamt greinargerð lögð fram að nýju, sbr. fundargerð eigendafundar 26.11.2015.

 

Áhættustefna OR staðfest.

 

  1. Önnur mál.

Borgarstjóri ítrekaði þakkir til fyrrverandi formanns stjórnar og óskaði nýkjörnum formanni og varaformanni farsældar í starfi. Hann vísaði til bókunar meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur á aðalfundi í upphafi kjörtímabilsins og sagði nýjan formann sérstaklega vel í stakk búinn að leiða Orkuveitu Reykjavíkur sem umhverfisfyrirtæki. Bæjarstjórinn á Akranesi tók undir orð borgarstjóra.

 

 

Fleira gerðist ekki og fundi slitið kl. 13:25.

 

 

 

Regína Ásvaldsdóttir                                                                Björn Bjarki Þorsteinsson

 

Dagur B. Eggertsson