Upplýsingalögin

Samkvæmt upplýsingalögunum á almenningur rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum  sem varða tiltekið mál. Sá réttur takmarkast af ákvæðum 6.–10. gr. laganna, sem snúa m.a. að gögnum um málefni starfsmanna auk þess sem fyrirtækinu er almennt ekki skylt að afhenda vinnugögn. Einkahagsmunir einstaklinga og fyrirtækja og almannahagsmunir geta takmarkað þennan rétt og gert Orkuveitu Reykjavíkur óheimilt að afhenda tiltekin gögn. Af því að almenningur á OR getur verið að við synjum beiðni um gögn ef það t.d. skaðar samkeppnisstöðu OR eða dótturfyrirtækja.

Ef þú vilt fá aðgang að gögnum þá biðjum við þig að fylla út þar til gert eyðublað. Á því tiltekur þú gögnin sem þú vilt fá aðgang að eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægilega skýrum hætti svo við getum áttað okkur sem best á því hvað þú ert að biðja um. Við afgreiðum beiðnina þína svo fljótt sem verða má.

PDF iconBeiðni um aðgang að gögnum.pdf