Um OR

Um OR

OR er móðurfélag í samstæðu orku- og veitufyrirtækja sem byggja starfsemi sína á ábyrgri og hagkvæmri nýtingu auðlinda landsins. Áhersla er lögð á virðingu fyrir náttúrunni án þess að ganga á rétt komandi kynslóða.

Dótturfélög OR eru Veitur, Orka náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur. Þau sjá landsmönnum fyrir vatni, rafmagni, fráveitu og gagnaflutningi.

Starfssvæði veitnanna nær til Suður- og Vesturlands auk höfuðborgarsvæðisins en rafmagn er selt um allt land.

OR er sameignarfyrirtæki í eigu þriggja sveitarfélaga; Reykjavíkurborgar (94%), Akraneskaupstaðar (5%) og Borgarbyggðar (1%).

Öll starfsemi OR og dótturfélaga nýtur óháðrar gæðavottunar.

Sagan

Veiturekstur frá 1909

Rætur OR má rekja til áranna; 1909, þegar vatnsveita var stofnuð í Reykjavík, 1921 þegar Rafstöðin við Elliðaár varð upphaf Rafmagnsveitu Reykjavíkur og 1930, þegar fyrstu húsin í Reykjavík voru tengd hitaveitu úr Þvottalaugunum í Laugardal. Starfssvæði OR nær nú til Suður- og Vesturlands auk höfuðborgarsvæðisins. Árið 2002 var sameignarfyrirtækið Orkuveita Reykjavíkur stofnað og þá sameinuðust Akranesveita, Andakílsárvirkjun og Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar veiturekstrinum á höfuðborgarsvæðinu.

Heimildir við skrif tímalínu eru einkum sóttar í Sögu Vatnveitu Reykjavíkur 1909-1999 eftir Hilmar Garðarsson, Sögu Rafmagnsveitu Reykjavíkur eftir Sumarliða R. Ísleifsson og Sögu Hitaveitu Reykjavíkur eftir Lýð Björnsson.

Starfsemi

Orkuveita Reykjavíkur sef. er móðurfyrirtæki í samstæðu orku- og veitufyrirtækja sem kappkosta að mæta þörfum viðskiptavina með góðri þjónustu á sanngjörnu verði, traustum veiturekstri og hlýju viðmóti. Dótturfyrirtæki OR eru Veitur, Orka náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur.

Skipulag og stjórnendur

OR er sameignarfyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar. Framkvæmdastjórar sveitarfélaganna fara með atkvæði eigenda. Forstjóri OR er Bjarni Bjarnason og leiðir hann samstæðuna ásamt framkvæmdastjórum.

PDF iconSkipurit OR samstæðunnar

Stjórnhættir

Sveitarstjórnir eigenda kjósa stjórn OR; borgarstjórn fimm fulltrúa, bæjarstjórn Akraness einn og sveitarstjórn Borgarbyggðar áheyrnarfulltrúa. Fyrirtækið hefur sett sér metnaðarfullar stefnur í rekstri; eigendastefnu, umhverfis- og auðlindastefnu, jafnréttisstefnu og öryggisstefnu. 

Vinnustaðurinn

OR er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi og vinnuumhverfi og möguleika starfsfólks til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð eins og kostur er. Hjá samstæðu OR vinna í kring um 450 manns.

Fjölmiðlar

OR og dótturfélög leggja mikið upp gegnsæi í rekstri sem kallar á öflugt flæði upplýsinga. Samskiptastefnan er skýr og miðar að því að fyrirtækin öll séu til fyrirmyndar um upplýsingagjöf til almennings og starfsfólks.

Tengiliðir við fjölmiðla:

Tengiliður fjölmiðla fyrir OR samstæðuna er Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR. 

Sími: 617-7717 / Netfang: eirikur.hjalmarsson[hjá]or.is
 
Tengiliður fjölmiðla fyrir Veitur og staðgengill Eiríks er Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi.

Sími 617-7730 / Netfang: olof.snaeholm.baldursdottir[hjá]or.is