Rafmagnsveita

Rafmagnsdreifing Orkuveitunnar nær til sex sveitarfélaga, frá Akranesi í norðri, upp að Hellisheiði í austri og suður að Hraunholtslæk, sem rennur þvert í gegnum Garðabæ. Dreifikerfið tengist landsneti raforkuflutningsins á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Það er í tengivirkjunum við Korpu, á Geithálsi og Hnoðraholti. Þaðan er rafmagnið leitt í háspennustrengjum til 13 aðveitustöðva, víðsvegar um höfuðborgarsvæðið, sem eru í hringtengdu kerfi. Frá þeim kvíslast kerfið til um þúsund dreifistöðva (spennistöðva) og frá þeim er rafmagninu veitt í tengikassa, sem allir kannast við í götunni sinni. Frá þeim liggja heimlagnir.

Sjálfbær raforkuframleiðsla á fræðsluvef:

 

Spennan á kerfinu er mismikil, allt frá því að vera 132 kílóvolt í tengingum við flutningskerfið og á milli aðveitustöðvanna, niður í 230 volt sem eru í innstungnum í eldri hverfum Reykjavíkur.

Heildarlengd raflagna Orkuveitunnar er 3.350 kílómetrar.

Rafmagnsdreifing er rekin með sérleyfi frá Orkustofnun og stofnunin hefur eftirlit með verðlagningu og rekstri kerfisins.