Vatnsveita

Við öflum neysluvatns í Heiðmörk, Berjadal við Akrafjall, Seleyri norðan Hafnarfjalls, í Grábrókarhrauni, Bjarnarfelli, Svelgsárhrauni, Grund og við jarðgufuvirkjanirnar tvær. Hellisheiðarvirkjun fær vatn til upphitunar úr Engidal og Nesjavallavirkjun frá Grámel. 

Vatnstökusvæði í Reykjavík á fræðsluvefnum:

 

Við rekum vatnsveitur í Reykjavík, á Akranesi, Álftanesi, í Borgarbyggð, Stykkishólmi og Grundarfirði auk þess að selja vatn í heildsölu til veitnanna í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.

Vernd vatnsbóla er eitt af meginverkefnum í vatnsveiturekstri. Vatnsverndarsvæðið austan við byggðina á  höfuðborgarsvæðinu er um 300 ferkílómetrar og talsverðar hömlur eru á því hvaða starfsemi þar má fara fram.

Heildarlengd vatnslagna okkar er liðlega 1.400 kílómetrar.

Rekstur vatnsveitu til neyslu og brunavarna er skylduverkefni sveitarfélaga og lýtur gjaldskrá eftirliti innanríkisráðuneytisins.