Hitaveita

Hitaveita

Við rekum fjölda hitaveitna á sunnan- og vestanverðu landinu og er heildarlengd hitaveitulagna okkar um 3.000 kílómetrar. Hér má sjá kort af veitusvæðinu.

Við rekum hitaveitu með sérleyfi í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Akranesi, Borgarbyggð, Stykkishólmi, Hveragerði, Þorlákshöfn í Sveitarfélaginu Ölfusi, Hvolsvelli, Hellu og í dreifbýli Rangárveitu.

Langstærst er hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu, en hún vær vatn úr Laugarnesinu, Elliðaárdal, Mosfellsbæ, Nesjavöllum og Hellisheiði.

Hitaveiturnar á Akranesi og í Borgarbyggð fá aðallega vatn úr Deildartunguhver og smærri veitur nýta jarðhita hver á sínu svæði.

Að auki rekum við sjö hitaveitur utan sérleyfis á suður- og vesturlandi:

  • Austurveita í Ölfusi. Vatn þaðan er nýtt í Hveragerði og í byggðinni vestan undir Ingólfsfjalli og suður á Ferjunes. 
  • Grímsnesveita. Veitusvæði Grímsnesveitu er um Öndverðarnes I og II, Norðurkot, Miðengi, Ásgarð, Búrfell að hluta og svæðin við Ljósafoss og Írafoss að Úlfljótsvatni.
  • Hlíðaveita. Til veitusvæðis Hlíðaveitu teljast m.a. sumarhúsabyggðir í Úthlíð, Brekkuskógi, Miðhúsaskógi og Skyggniskógi auk nokkurra bæja. Til Hlíðaveitu telst einnig kaldavatnsveitan í Úthlíð.
  • Munaðarnesveita. Veitusvæði Munaðarnesveitu er í Munaðarnesi og við Stóru Skóga í Borgarfirði. Kaldavatnsveitan á svæðinu er líka rekin af Orkuveitunni.
  • Norðurárdalsveita. Á veitusvæðinu er byggðakjarninn á Bifröst, frístundabyggðin við Hreðavatn og Svartagil auk nokkurra bæja í Norðurárdal. 
  • Rangárveita. Dreifbýlisveita Orkuveitunnar á Rangárvöllum nær til Gíslholtsvatns, Ketilsstaða, Ketilhúsahaga, Gunnarsholts, Langaness og Ásahrepps.
  • Skorradalsveita. Til Skorradalsveitu telst sumarhúsabyggðin sunnan og vestan við Skorradalsvatn.

Austurveita

  Hér kemur texti

Grímsnesveita

  Hér kemur texti

Hlíðaveita

  Hér kemur texti

Munaðarnesveita

  Hér kemur texti

Norðurárdalsveita

  Hér kemur texti

Rangárveita

  Hér kemur texti

Skorradalsveita

  Hér kemur texti