ÖHV stefna

[Stefna yfirfarin og samþykkt óbreytt á af stjórn OR 28.05.2018]

Stefna OR í öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfismálum

Öryggi-, heilsa- og vinnuumhverfi eru alltaf í forgrunni hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Ekkert verk er svo mikilvægt að hætta megi öryggi fólks við framkvæmd þess.
OR stefnir að því að vera til fyrirmyndar í öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfismálum og einsetur sér að  vernda og bæta líf þeirra sem starfa fyrir félagið  með því að skapa slysalausan vinnustað þar sem enginn starfsmaður, verktaki eða aðrir bíðí heilsutjón vegna starfseminnar.
 
Allir sem starfa fyrir OR eru ábyrgir fyrir eigin öryggi, eru talsmenn aukins öryggis samstarfsmanna sinna og leitast við að koma auga á, meta og stjórna áhættum í vinnuumhverfinu.
  
Stefna í öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfismálum byggir á gildum og heildarstefnu OR og er sett fram til samræmis við eigendastefnu fyrirtækisins.
 
OR uppfyllir kröfur í formi laga, reglna og reglugerða um öryggis- og heilbrigðismál.