(Á)hættumat

OR gerir kröfur um að verktakar skili inn hættumati (áhættumati). Hér fyrir neðan er að finna slóð á skjal til að fylla út hættumat og leiðbeiningar við gerð þess. Verktökum er ekki skylt að nota þessa útgáfu af hættumati en hún gæti auðveldað vinnuna. Áður en hafist er handa við gerð hættumats er ráðlagt að skoða leiðbeiningar um notkun hættumatsgagnabankans. Einnig má nýta sér almennt (á)hættumatseyðublað en þar þarf að skrá allan texta sjálfur.