Öryggi

Ekkert sem OR gerir er svo mikilvægt að það réttlæti að starfsfólk hætti lífi sínu eða heilsu við vinnu. Starfsfólk fyrirtækisins setur öryggi viðskiptavina og starfsmanna í forgang með því að vera ábyrgt á vettvangi, afmarka vinnusvæði og vera sýnilegt. Hverjum og einum er uppálagt að staldra við áður en ráðist er í viðfangsefnin enda umhverfið oft háskalegt, aðstæður hættulegar eða tækin varasöm.

Markmiðið er einfalt: Að skapa slysalausan vinustað og unnið er markvisst að því með fræðslu og faglegum vinnubrögðum.

ÖHV stefna

[Stefna yfirfarin og samþykkt óbreytt á af stjórn OR 28.05.2018]

Stefna OR í öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfismálum

Öryggi-, heilsa- og vinnuumhverfi eru alltaf í forgrunni hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Ekkert verk er svo mikilvægt að hætta megi öryggi fólks við framkvæmd þess.
OR stefnir að því að vera til fyrirmyndar í öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfismálum og einsetur sér að  vernda og bæta líf þeirra sem starfa fyrir félagið  með því að skapa slysalausan vinnustað þar sem enginn starfsmaður, verktaki eða aðrir bíðí heilsutjón vegna starfseminnar.
 
Allir sem starfa fyrir OR eru ábyrgir fyrir eigin öryggi, eru talsmenn aukins öryggis samstarfsmanna sinna og leitast við að koma auga á, meta og stjórna áhættum í vinnuumhverfinu.
  
Stefna í öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfismálum byggir á gildum og heildarstefnu OR og er sett fram til samræmis við eigendastefnu fyrirtækisins.
 
OR uppfyllir kröfur í formi laga, reglna og reglugerða um öryggis- og heilbrigðismál.

Áhættumat

Við leggjum ríka áherslu á að öll störf/verk okkar séu áhættumetin. Við gerum einnig þær kröfur til verktaka sem vinna fyrir okkur. Hér að neðan er áhættumatsgagnabanki sem er til þess ætlaður að auðvelda vinnu við gerð áhættumats. Áður en hafist er handa við gerð þess er ráðlagt að skoða leiðbeiningar um notkun áhættumatsgagnabankans.

 

Öryggisreglur

Í rekstri okkar er gert ráð fyrir að öllum kröfum, lögum og reglum sé fylgt og að sífellt sé unnið að endurbótum sem stuðla að auknu öryggi starfsmanna, samstarfsaðila og viðskiptavina.

SkráÖryggiskröfur fyrir verktaka vegna vinnu við ýmis minni verk tengd fasteignum OR

Öryggishandbók

Bókin er unnin af vinnuhópi á vegum Samorku og er hugsuð sem handbók um öryggi og vinnuvernd fyrir allar veitur innan samtakanna.

PDF iconÖryggishandbók OR samstæðunnar
 

PDF iconSafety Handbook - Reykjavik Energy

Áhugaverðir tenglar

Neyðarstjórn

Neyðarskipulag hjá OR þjónar þeim tilgangi að búa fyrirtækið og dótturfyrirtækin undir að takast á við neyðartilvik með skipulegum og markvissum hætti til að:

 • koma í veg fyrir manntjón
 • lágmarka tjón á mannvirkjum á veitusvæði fyrirtækisins
 • lágmarka neikvæð umhverfisáhrif
 • tryggja sem best orkuafhendingu í langvarandi neyðartilviki.
 • tryggja afhendingu á öruggu og heilnæmu vatni

Neyðarskipulagið tekur til alls fyrirtækisins, allrar starfsemi þess og allra starfsmanna. Það lýsir ábyrgðar-, vald- og verkaskiptingu, boðleiðum, viðbrögðum og aðstoð í neyðartilviki. Verklagi og framkvæmd neyðarskipulagsins er lýst nánar í Rekstrarbók neyðarstjórnar OR.

Forstjóri OR er formaður Neyðarstjórnar. Í henni eru einnig framkvæmdastjórar Veitna, Orku náttúrunnar og gagnaveitu Reykjavíkur auk umhverfisstjóra og öryggisstjóra. Með Neyðarstjórn starfa einnig forstöðumaður stjórnstöðvar og upplýsingafulltrúi.

Viðbragðsáætlanir

Starfsfólk OR hefur unnið margvíslegar áætlanir til að bregðast við vá eða neyð. Þær eru reglulega uppfærðar með tilliti til breyttra aðstæðna eða búnaðar og nýjar eru gerðar til að bregðast við áður ófyrirséðri vá. Æfingar eru haldnar til að prófa áætlanirnar og önnur viðbrögð við sviðsettum atburðum. Oft á tíðum eru slíkar æfingar haldnar í samstarfi við aðra viðbragðsaðila.

Skömmtunaráætlun

Í gildi er hjá Veitum skömmtunaráætlun til að bregðast við því að rafmagnsafhending til dreifikerfis Veitna á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi verði skert. Það er Landsnet, sem mælir fyrir um slíkar skerðingar. Landsnet er fyrirtækið sem sér um flutning raforku frá virkjunum til stórkaupenda og dreifiveitna og miðlun raforku um landið.

Skömmtunaráætlun Veitna byggir á grunnmarkmiðum Neyðarstjórnar um forgang þess að gæta að lífi og heilsu og að draga úr tjóni. Þess vegna er forgangur að raforku við skerðingar þessi:

 1. Starfsemi sem varðar líf og heilsu almennings
 2. Mjög viðkvæm starfsemi, svo sem rekstur innviða
 3. Viðkvæm starfsemi
 4. Almennir notendur

Með hvaða hætti skömmtun birtist veltur á því hversu mikil raforkuskerðingin er og hversu lengi lítur út fyrir að hún vari. Alla jafna geta almennir raforkunotendur reiknað með því að við skömmtun verði þeir straumlausir í tiltekinn tíma en hafi rafmagn um tiltekna hríð.

Rafmagnsöryggi

Rafmagn getur verið hættulegt viðfangs og því mikilvægt að umgangast það rétt.  Hér eru nokkrar nytsamlegar ábendingar varðandi umgengni í nálægð við rafmagn:

 • Látið löggilta rafverktaka gera við raflagnir sem og endurbætur á rafmagnstöflum.
 • Fáið aðstoð fagmanna við val á ljósum utandyra sem og á rökum stöðum eins og baðherbergjum og þvottahúsum.
 • Frestið ekki viðgerð á rafbúnaði.
 • Setjið ekki sterkari perur í lampa en þeir eru gerðir fyrir.
 • Ekki deyfa birtu með því að breiða yfir lampa.
 • Mikilvægt er að langt sé frá ljósaperu í brennanlegt efni.
 • Skiljið ekki eftir hluti sem börn eða óvitar geta stungið í innstungur.
 • Gott er að nota innstungur með barnavörn.
 • Gætið þess að skilja ekki við rafmagnsleiðslur t.d. úr hraðsuðukatli í sambandi eftir notkun þar sem börn geta stungið þeim upp í sig. Skiptið strax um trosnaðar leiðslur, t.d. á hraðsuðukatli eða straujárni.
 • Takið ljósaseríur úr sambandi meðan skipt er um perur.
 • Öll raftæki eiga að vera CE merkt.
 • Skiljið raftæki eins og þvottavél og þurrkara ekki eftir í gangi meðan heimilisfólkið er að heiman eða sofandi.
 • Gætið þess að hafa ekki of mörg tæki í sömu innstungu með fjöltengjum.
 • Munið að slökkva á eldavél strax að lokinni notkun.
 • Gætið þess að skilja ekki eldfima hluti eftir á eldavélinni.
 • Hreinsið eldhúsviftur reglulega, það getur kviknað í fitunni sem þar safnast fyrir.
 • Takið hleðslutæki úr sambandi þegar þau eru ekki í notkun.
 • Sofið ekki með rafmagnshitateppi eða -púða sem kveikt er á.
 • Ekki má nota órakavarinn ljósabúnað þar sem raki er í lofti.

Upplýsingaöryggisstefna

Umfang

Stjórnkerfi upplýsingaöryggis hjá OR nær til innri starfsemi fyrirtækisins og allrar þjónustu sem OR veitir viðskiptavinum. Stjórnkerfið nær einnig til allra kerfa, hug- og vélbúnaðar í eigu OR sem eru í starfsstöðvum fyrirtækisins.

Upplýsingaöryggisstefna OR

[Stefna yfirfarin og samþykkt á stjórnarfundi 22.10.2018]

Upplýsingar eru mikilvæg verðmæti í starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur til ákvarðanatöku og framvindu ferla. Það er stefna OR í upplýsingaöryggismálum að upplýsingar séu réttar, tiltækar og trúnaðar1 gætt þar sem við á. Það gerir OR með því að:

 • finna og meðhöndla áhættu og vinna að stöðugum umbótum
 • treysta fólki og fela því umsjón með upplýsingaöryggi með því að efla vitund
 • verja gögn og tryggja trúnað
 • vinna með gögn þannig að þau skili sér á réttan vistunarstað, séu rétt, spillist ekki og að úr verði áreiðanlegar upplýsingar
 • notendur hafi auðveldan aðgang að upplýsingum sem þeir hafa þörf fyrir - Opið en öruggt

Upplýsingaöryggisstefna OR byggir á gildum og heildarstefnu OR og er sett fram til samræmis við eigendastefnu fyrirtækisins.

 

1 e. Confidentiality