Stefnuskjöl

Stefnuskjöl

Heildarstefna Orkuveitu Reykjavíkur

1. Hlutverk

1.1. Tilgangur
Orkuveita Reykjavíkur er orku- og veitufyrirtæki sem leggur grunn að lífsgæðum í þeim sveitarfélögum sem hún þjónar. Hún nýtir náttúruna á ábyrgan, sjálfbæran og hagkvæman hátt og af virðingu án þess að ganga á rétt komandi kynslóða.

Orkuveita Reykjavíkur fer með lögbundin veituverkefni og önnur verkefni í sveitarfélögum eigenda og annarra sveitarfélaga í samræmi við stefnu þessa.

Orkuveita Reykjavíkur þjónar heimilum á veitusvæði sínu, fyrirtækjum og stofnunum í samræmi við lögbundnar skyldur og tryggir umsamin gæði og afhendingaröryggi á vörum og þjónustu fyrirtækisins.

Orkuveita Reykjavíkur skal skila eigendum arði af því fé sem þeir eiga í fyrirtækinu og viðskiptavinum þjónustu á sanngjörnu og samkeppnishæfu verði.

1.2. Kjarnastarfsemi
Kjarnastarfsemi Orkuveitu Reykjavíkur varðar almannahagsmuni og felst í rekstri vatnsveitu, hitaveitu, rafveitu og fráveitu, sölu og framleiðslu á rafmagni og heitu og köldu vatni. Orkuveita Reykjavíkur getur nýtt þekkingu fyrirtækisins til þátttöku í öðrum veiturekstri, s.s. rekstri gagnaveitu, enda þjóni hann markmiðum eigenda og þátttakan hljóti samþykki þeirra.

1.3. Starfssvæði og starfsvið
Meginstarfssvæði Orkuveitu Reykjavíkur er Suðvesturland. Starfsemi annarsstaðar eru skoðuð út frá hlutverki fyrirtækisins, arðsemi og áhættu og skulu staðfest af eigendum áður en stofnað er til skuldbindinga vegna þeirra.

2. Framtíðarsýn

Áherslur í þróun starfseminnar miða markvisst að því að OR sé þekkt fyrir að:

  • Nýta náttúrugæði á sjálfbæran og ábyrgan hátt.
  • Vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og vinna að stöðugum umbótum.
  • Bera virðingu fyrir þörfum viðskiptavina og veita góða og örugga þjónustu.
  • Búa yfir fjárhagslegum styrk og hagkvæmni og sem tryggir þjónustu í takt við þarfir samfélagsins.
  • Vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem fagþekking og þjónustuvilji fer saman.
  • Starfa með ábyrgum hætti í samfélaginu.

3. Gildi

  • Framsýni
  • Hagsýni
  • Heiðarleiki

Samþykkt af stjórn 25.1.2016

Önnur stefnuskjöl OR