Kallað á CarbFix

Orkuveita Reykjavíkur vill stofna opinbert hlutafélag um kolefnisbindingaraðferðina CarbFix, sem nýtt hefur verið við Hellisheiðarvirkjun með góðum árangri síðustu ár.

Á þessum fundi gefst fólki tækifæri á að kynna sér í hverju verkefnið felst, hvernig rekstur þess hefur gengið og í hvaða áttir vísindafólk í verkefninu er að horfa þessa dagana.

Dagskrá fundarins

16:00-16:15 - Kaffi og kleinur

 • OR-samstæðan og loftslagsmálin; markmið og leiðir
  Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur
 • Hvernig hugmynd varð að veruleika
  Edda Sif Pind Aradóttir, verkefnisstjóri CarbFix
 • Kolefnishringrás Jarðar og CarbFix
  Sigurður Reynir Gíslason, prófessor hjá Jarðvísindastofnun HÍ
 • Hvert er CarbFix að þróast?
  Bergur Sigfússon, verkefnisstjóri GECO
 • Hvernig hafa 13 milljarðar sparast?
  Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar
 • Vísindasamstarfið og ESB
  Michael Mann, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi

Spurningar og svör

18:00 - Fundarslit

Fundarstjóri verður Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri OR