Innkaupastefna

[Stefna yfirfarin og samþykkt á stjórnarfundi 26.02.2018]

Það er stefna Orkuveitu Reykjavíkur að:

  • beita opnum útboðum við kaup á vörum, þjónustu og verkframkvæmdum og að hagstæðasta tilboði sé tekið. Að öðrum kosti skal beita lokuðum útboðum, verðfyrirspurnum meðal sem flestra eða beinum samningum eða innkaupum
  • innkaupareglur og innkaupaaðferðir séu skýrar og gegnsæjar
  • gæta jafnræðis, gagnsæis og hagkvæmni við öll innkaup
  • við innkaup og rekstur samninga skuli taka sérstakt tillit til gæða-, heilbrigðis-, mannréttinda-, umhverfis-, upplýsingaöryggis- og öryggissjónarmiða

Ábyrgð á innkaupum eru á hendi viðkomandi framkvæmdastjóra eða forstjóra.

Hvorki starfsmenn né stjórnarmenn geta átt aðild að ákvörðunum um innkaup er varða aðila sem þeir eru í hagsmunatengslum við. Við mat á hæfi skal miða við stjórnsýslulög.

Starfsmönnum er óheimilt að þiggja boðsferðir sem tengjast viðskiptum við OR nema með sérstakri heimild forstjóra.

Innkaupastefnan byggir á gildum og heildarstefnu OR og er sett fram til samræmis við eigendastefnu fyrirtækisins.