Útboð

Útboð

Útboð á vörum, þjónustu og verkum eru framkvæmd í samræmi við innkaupastefnu Orkuveitunnar og ákvarðanir Innkauparáðs. Útboðsgögn hér á vefnum eru vistuð á .pdf-sniði í .zip-skrám. Ef þú átt í vandræðum með að sækja .zip-skrár þá er hægt að nálgast búnað, ýmist ókeypis eða gegn gjaldi, víðsvegar á vefnum.

 

Samanburður tilboða

Hér má nálgast samanburð á tilboðum vegna síðustu útboða hjá Orkuveitunni.

Orka náttúrunnar ONIK-2016-20 Hringrásardælur
Veitur VEV-2016-15 Skorradalsveita endurnýjun stofnæað og heimæða hitaveitu
Veitur VEV-2016-14 Reynisvatnsheiði afmörkun geymslusvæðis
Veitur VEV-2016-13 Hraunteigur endurnýjun kalt vatn Reykjavegur Reykjavegur að Gullteig
Veitur VEV-2016-12 Engjavegur endurnýjun veitulagna Reykjavegur - Laugardalshöll
Veitur VEV-2016-11 Hlíðarendi 2016 fráveita og kalt vatn
Veitur VEV-2016-10 Brúnavegur - Endurnýjun veitulagna Dalbraut - Kleifarvegur
Veitur VEV-2016-08 Lokahús vatnsveitu Miklubraut - Kringlumýrarbraut
Veitur VEV-2016-07 Endurnýjun veitukerfa og gönguleiða 1 áf. 2016 Gnoðarvogur - Norðurbrún
Orka náttúrunnar ONVK-2016-11 Skiljuvatnslögn á Skarðsmýrarfjalli.
Orka náttúrunnar ONIK-2016-01 Vélaspennir 10 MVA - 6,6/19 kV
Orka náttúrunnar ONRS-2016-01 Þjónusta iðnaðarmanna
Orka náttúrunnar ONVK-2016-04 Borun vinnsluholu á Hellisheiði
Orka náttúrunnar ONVK-2016-03 Gerð borplans fyrir vinnsluholu HE-59 á Hellisheiði
Orkuveita Reykjavíkur GRK-2015-02B Plastpípur og fjölpípur
Orka náttúrunnar ONVK-2015-06 Borun eftirlitsholu KH-50 og hreinsun KH-11
Orkuveita Reykjavíkur ORV-2015-18B Endurnýjun hitaveitulagna Kaldárholti
Orkuveita Reykjavíkur ORV-2015-19 Snorrabraut - Jarðvinna raf- og vatnsveitu
Orkuveita Reykjavíkur ORV-2015-17 Raforkukaup fyrir OR
Orkuveita Reykjavíkur ORV-2015-16 Hvanneyri og Deildartunga, aðveita hitaveitu og vatnsveitu
Gagnaveita Reykjavíkur GRV-2015-15 Ljósleiðarablástur og tengingar FTTH Salir
Orkuveita Reykjavíkur ORK-2015-10 Pre-insulated steel pipes and flexible pipes
Gagnaveita Reykjavíkur GRV-2015-14 Jarðvinna og lagnakerfi, FTTH Smárar
Gagnaveita Reykjavíkur GRV-2015-13 Jarðvinna og lagnakerfi FTTH Ásland 2.áfangi
Gagnaveita Reykjavíkur GRV-2015-12 Jarðvinna og lagnakerfi FTTH Grundir,Tún,Hólmar og Lundur
Gagnaveita Reykjavíkur GRV-2015-11 Ljósleiðarablástur og tengingar FTTH Lindir 1. áfangi
Gagnaveita Reykjavíkur GRV-2015-10 Ljósleiðarablástur og tengingar FTTH Garðatorg
Gagnaveita Reykjavíkur GRV-2015-09 Ljósleiðarablástur og tengingar, FTTH Hvörf 1.áfangi
Gagnaveita Reykjavíkur GRV-2015-07 Ljósleiðarablástur og tengingar FTTH Vellir 2. áf.
Gagnaveita Reykjavíkur GRV-2015-06 Ljósleiðarablástur og tengingar FTTH Grundarhverfi
Gagnaveita Reykjavíkur GRV-2015-05 Jarðvinna og lagnakerfi FTTH Hvörf
Gagnaveita Reykjavíkur GRV-2015-04 Jarðvinna og lagnakerfi FTTH Lindir
Gagnaveita Reykjavíkur GRV-2015-03 Jarðvinna og lagnakerfi FTTH Garðatorg
Gagnaveita Reykjavíkur GRV-2015-02 Jarðvinna og lagnakerfi FTTH Vellir 2. áfangi
Gagnaveita Reykjavíkur GRV-2015-01 Jarðvinna og lagnakerfi FTTH Grundarhverfi
Orkuveita Reykjavíkur ORV-2015-12 Borgartún endurnýjun fráveitu
Orka náttúrunnar ONVK-2015-04 Borplan fyrir vinnsluholu á Nesjavöllum
Orka náttúrunnar ONV-2015-02 Endurnýjun klæðninga á Nesjavöllum
Orka náttúrunnar ONV-2015-01 Hverahlíðarlögn; Eftirlitsmaður öryggismála
Orkuveita Reykjavíkur ORV-2015-07 Endurnýjun gönguleiða og veitukerfa 1. áf. Seljahverfi
Orkuveita Reykjavíkur ORV-2015-02 Friggjarbrunnur: ný dælu- og dreifistöð
Orkuveita Reykjavíkur GRK-2015-02 Plastpípur
Orkuveita Reykjavíkur ORV-2015-10 Endurnýjun hitaveitulagna Reykjaæð við Sprengisand
Gagnaveita Reykjavíkur Jarðvinna og lagnakerfi FTTH Salir GRV-2015-08
Orkuveita Reykjavíkur Endurnýjun stofnlagna hitaveitu, fæðing frá Stekkjarbakka að Arnarbakka ORV-2015-09
Orkuveita Reykjavíkur Endurnýjun stofnlagna hitaveitu við Garðaskóla ORV-2015-11

Innkaupastefna

Það er stefna Orkuveitu Reykjavíkur að:

  • Megin reglan við innkaup sé sú að beita opnum útboðum við kaup á vörum, þjónustu og verkframkvæmdum og að hagstæðasta tilboði sé tekið. Verði opnum útboðum ekki viðkomið, skal beita lokuðum útboðum, fyrirspurnum og beinum samningum eða innkaupum. Innkaupareglur og innkaupaaðferðir skulu vera skýrar og gegnsæjar.
  • Við innkaup sé tekið tillit til öryggis-, heilbrigðis-, gæða- og umhverfissjónarmiða jafnt sem kostnaðar, þ.e. ef vörur eru sambærilegar að öðru leyti ber að velja þá tegund sem minni áhrif hefur á heilbrigði og umhverfi og/eða eru framleiddar skv. vottuðu gæðakerfi.
  • Beita hagkvæmum innkaupaaðferðum með markvissum og skipulögðum vinnubrögðum við innkaup og stuðla þannig að hagkvæmni í rekstri og framkvæmdum fyrirtækisins.
  • Samræma innkaup sem einstök svið fyrirtækisins hafa þörf fyrir.
  • Ábyrgð á innkaupum sé á hendi viðkomandi framkvæmdastjóra/sviðsstjóra, enda séu þau ávallt í samræmi við samþykktar fjárhagsáætlanir.
  • Við innkaup sé þess gætt að ákvæðum laga og reglugerða sé fylgt, s.s. reglugerðar um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti nr. 755/2007, eftir því sem við á. Ennfremur alþjóðasamningum, s.s. EES-samningnum. Jafnræðis skal gætt og virt meðal seljanda.

Hvorki starfsmenn né stjórnarmenn geta átt aðild að ákvörðunum um innkaup eða útboð er varða aðila sem þeir eru náskyldir eða í hagsmunatengslum við. Við mat á vanhæfi skal miða við stjórnsýslulög.

Starfsmönnum er óheimilt að þiggja boðsferðir sem tengjast viðskiptum fyrirtækja við Orkuveitu Reykjavíkur nema með sérstakri heimild forstjóra.