Útboð OR á skuldabréfum og víxlum 23. júní

16. jún 2016

Orkuveitan

Fimmtudaginn 23. júní 2016 verða boðnir til sölu víxlar til 9 mánaða fyrir allt að 3 milljarða króna í nýjum flokki Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og skuldabréf fyrir allt að 3,5 milljarða króna í tveimur flokkum OR, OR090524 og OR090546, sem eru verðtryggðir með jöfnum greiðslum til 8 og 30 ára. Fjárfestingarbankasvið Arion banka hefur umsjón með útboðinu og kynnir það fyrir hugsanlegum fjárfestum.

Útboðið verður lokað og með hollenskri aðferð, þar sem öll skuldabréf og víxlar verða seld á hæstu ávöxtunarkröfu sem tekið verður í hverjum flokki, en OR áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er að hluta eða í heild eða hafna öllum.

Niðurstöður útboðsins verða birtar opinberlega næsta virka dag eftir útboð með fyrirvara um staðfestingu stjórnar útgefanda 27. júní næstkomandi.