Niðurstaða útboðs grænna skuldabréfa

27. ágú 2019

Orkuveitan

Útboði á grænum skuldabréfum Orkuveitu Reykjavíkur lauk þann 27. ágúst 2019. Gefin voru út ný skuldabréf í flokknum OR 020934 GB en skuldabréfin eru verðtryggð jafngreiðslubréf með lokagjalddaga 2. september 2034.

Heildartilboð voru samtals 3.730  mkr. á bilinu 1,64% - 1,90%. Tilboðum að fjárhæð 2.040 mkr. var tekið á ávöxtunarkröfunni 1,79%.

Tilgangur útgáfunnar er að fjármagna þau fjölmörgu grænu verkefni sem eru á döfinni hjá félaginu en OR hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að smækka kolefnisspor sitt um 60% fyrir árið 2030. Á meðal verkefna sem skuldabréfaútgáfan mun fjármagna eru:

·         CarbFix niðurdælingarverkefnið við Hellisheiðarvirkjun

·         Snjallmælavæðing á veitusvæði Veitna

·         Innviðir í tengslum við orkuskipti samgangna

Í tengslum við útgáfuna hefur OR sett sér grænan ramma – Reykjavik Energy Green Bond Framework. Græni ramminn fylgir svokölluðum „green bond principles,“ viðmiðum útgefnum af ICMA, Alþjóðasamtökum  aðila á verðbréfamarkaði. CICERO Green hefur veitt óháð álit á rammanum og gefur honum hæstu einkunnir; „dark green“ fyrir jákvæð umhverfisáhrif verkefnanna og „excellent“ fyrir umgjörð skuldabréfanna hjá fyrirtækinu.

Fossar markaðir hafa umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku þeirra til viðskipta á „sustainable bond“ markaði Nasdaq á Íslandi.