Niðurstaða úr víxlaútboði OR

24. jún 2016

Orkuveitan
Deildartunguhver

Útboð á nýjum víxlum útgefnum af Orkuveitu Reykjavíkur fór fram 23. júní 2016 í umsjón fjárfestingarbankasviðs Arion banka. Boðnir voru víxlar til 9 mánaða fyrir allt að 3 milljarða kr. í nýjum flokki, OR300317. Tilboð bárust fyrir 2.190 milljónir kr. með flötum vöxtum á bilinu 6,85-7,74% p.a.

Orkuveita Reykjavíkur hefur ákveðið, með fyrirvara um staðfestingu stjórnar, að taka tilboðum að fjárhæð samtals 1.640.000.000 kr. með flötum vöxtum 7,25% p.a. og gefa út víxla í nýjum flokki OR300317 sem því nemur. Óskað verður eftir að víxlarnir verði teknir til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands og verður þá fyrsti viðskiptadagur tilkynntur með að lágmarki eins dags fyrirvara.