Niðurstaða úr skuldabréfaútboði OR

3. maí 2016

Orkuveitan

Útboð á skuldabréfum Orkuveitu Reykjavíkur fór fram 2. maí 2016. Boðin voru verðtryggð jafngreiðsluskuldabréf fyrir allt að 4.500 m.kr. í tveimur nýjum flokkum til 8 og 30 ára. Tilboð bárust fyrir 3.180 milljónir króna í báða flokka samtals, með ávöxtunarkröfu á bilinu 3,14-3,70% í styttri flokkinn OR090524 og á bilinu 3,15-3,49% í lengri flokkinn OR090546.

Orkuveita Reykjavíkur ákvað að taka tilboðum að andvirði 1.038 milljónum króna samtals og gefa út skuldabréf í nýjum flokki OR090524 að andvirði 588 m.kr. á  ávöxtunarkröfunni 3,30% og skuldabréf í nýjum flokki OR090546 að andvirði 450 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,20%.

Óskað verður eftir að skuldabréfin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands og verður þá fyrsti viðskiptadagur tilkynntur með að lágmarki eins dags fyrirvara.

Útboðið var í umsjón fjárfestingarbankasviðs Arion banka.