Áfrýjunarleyfi synjað

28. jan 2022

Orkuveitan

Hæstiréttur Íslands hefur synjað Orkuveitu Reykjavíkur um áfrýjunarleyfi á niðurstöðu Landsréttar í málsókn þrotabús Glitnis vegna ágreinings um uppgjör á gjaldmiðlaskiptasamningum sem gerðir voru skömmu fyrir efnahagshrunið 2008. Við þetta ber Orkuveitu Reykjavíkur að greiða þrotabúinu um 3,5 milljarða króna. Af fjárhæðinni hafa 740 milljónir króna þegar verið færðar til gjalda í uppgjörum OR.

Lausafjárstaða Orkuveitu Reykjavíkur er mjög sterk en greiðslan hefur áhrif á niðurstöður ársreiknings 2021, sem birtur verður snemma marsmánaðar.