Aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur 2022

2. maí 2022

Orkuveitan

Á aðalfundi Orkuveitu Reykjavíkur vegna ársins 2021, sem haldinn var 28. apríl 2022, var ársreikningur samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur staðfestur en hann var birtur opinberlega 8. mars síðastliðinn. Jafnframt var lögð fram rafræn, samþætt Ársskýrsla samstæðunnar, sem birt var sama dag.

Samþykkt var að greiða eigendum OR – Reykjavíkurborg, Akraneskaupstað og Borgarbyggð – arð vegna rekstrarársins að fjárhæð fjögurra milljarða króna. Grant Thornton var voru kjörnir endurskoðendur.

Á fundinum var því frestað að lýsa kjöri stjórnar til framhaldsaðalfundar, sem haldinn verður að loknum sveitarstjórnarkosningunum fram undan. Einnig var frestað afgreiðslu tillögu frá fulltrúa Akraneskaupstaðar um aukna áherslu á framleiðslu og sölu raforku í starfseminni.